ImageLeiklistarskóli Bandalags íslenskra leikfélaga auglýsir tvö námskeið í leikhúsförðun í október nk.
Kennari á báðum námskeiðunum er Gréta Boða leikhúsförðunarfræðingur og hárkollumeistari.
Skráningu lýkur 15. september á bæði námskeiðin!

ImageByrjendanámskeið í leikhúsförðun
Kennari Gréta Boða
Þátttökugjald: kr. 12.000
Tími: 13. til 15. október 2006
Staður: Laugavegur 96, II hæð
Skráningum lýkur 15. september

Grunnförðun í leikhúsi, val á litum og efnisnotkun, hreinsun og umgengni er efni þessa námskeiðs. Kennslan er fræðileg og verkleg, nemendur yfirvinna feimnina við liti og efni með því að farða hverjir aðra undir leiðsögn kennarans.
Notaðar verða förðunarvörur frá Grimas og Kryolan.

Framhaldsnámskeið í leikhúsförðun
Kennari Gréta Boða
Þátttökugjald: kr. 14.000
Tími: 27. til 29. október 2006
Staður: Laugavegur 96, II hæð
Skráningum lýkur 15. september

Námskeiðið er sjálfstætt framhald af fyrra förðunarnámskeiðinu, ætlað þeim sem einhverja reynslu hafa af förðun fyrir leikhús og/eða hafa sótt byrjendanámskeið.

Kennd verður „karakterförðun“, unnið með latex, skalla, krephár og fleiri efni sem notuð eru til að breyta og bæta ásýnd leikarana á sviðinu.
Kennt verður að búa til skallahettur, setja þær á og farða. Einnig að búa til skegg, augabrúnir og barta úr kréphári og líma það á. Latex, Tuplast og fleira notað til að gera fólk eldra, ásamt förðuninni sjálfri.
Notaðar verða förðunarvörur frá Grimas og Kryolan.

Gréta Boða er hárkollu- og förðunarmeistari. Hún lærði fagið í Þjóðleikhúsinu og London. Hún hefur 35 ára reynslu af vinnu í leikhúsi og sjónvarpi, við bíómyndir og auglýsinga- og ljósmyndaförðun.  Gréta hefur áður kennt förðun og hárkollugerð við skólann.

Skólasetningar í Reykjavík eru föstudaginn 13. okt. og föstudaginn 25. okt. kl. 18.00 að Laugavegi 96. Þau kvöld er kennt til kl. 22. Á laugardögunum hefst kennsla kl. 10.00 og kennt
er til kl. 18.00 með matarhléi. Á sunnudögunum er kennt frá kl. 10.00 til 16.00 með matarhléi.

Skráning á námskeiðin stendur til 15. september. Tekið er við skráningum í síma 5516974 og á netfangið info@leiklist.is.