Leikfélag Selfoss býður upp á tvö námskeið opin öllum í haust, jafnt byrjendum sem og reyndum. Annars vegar erum að ræða leiklistarnámskeið sem Gunnar Sigurðsson leikstjóri heldur og hins vegar námskeið í söng og raddbeitingu þar sem kennari er Kristjana Stefánsdóttir.

Leiklistarámskeiðið verður tvær helgar, 20. – 21. september og 18. – 19. október. Fyrri helgina er farið í ýmis grunnatriði en seinni helgina verður unnið með brot úr verkum eða stutta þætti sem nemendur hafa fengið í hendur og kynnt sér. Kennari er Gunnar Sigurðsson sem leikstýrt hefur í Flóanum bæði Draumi á Jónsmessunótt og Gullna hliðinu. Gunnar er lærður leikari og leikstjóri.
 
Þátttökugjald er 5000 þús. fyrir hvora helgi en félagar LS borga 6000 ef þeir mæta báðar helgarnar. Skráningarfrestur er til 13. september og er hjá Guðfinnu í s: 8921805 eða á netfangið okkar, leikfelagselfoss@gmail.com
 
Leikfélag Selfoss býður upp á áhugavert söng- og raddbeitingarnámskeið dagana 4.-5. október. Kennari verður Kristjana Stefánsdóttir, djasssöngkona og söngkennari, en Kristjana kennir söng við FÍH, ásamt því sem hún hefur unnið við raddþjálfun leikara bæði í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu auk tónlistarfólks í Idol og X-Factor. Kristjana styðst við Complete Vocal tæknina frá Catrine Sadolin, einum virtasta raddsérfræðingi í heimi. Undirleikur verður í höndum Agnars Más Magnússonar, píanóleikara.

Námskeiðið verður með svokölluðu masterclass formi, þ.e. hægt verður að skrá sig sem virkan nemanda, sem felur í sér að fara upp á svið og fá beina kennslu hjá Kristjönu, en einnig geta áhugasamir skráð sig sem áheyrnarnemanda og fylgst með kennslu og fyrirlestrum. Pláss er fyrir 15 virka nemendur og svo geta verið eins margir áheyrnarnemendur og húsrúm leyfir.
 
Námskeiðsgjald fyrir félaga í Leikfélagi Selfoss kr. 8000 sem virkur nemandi, frítt sem áheyrnarnemandi.
 
Fyrir aðra kr.12.000 sem virkur nemandi og kr. 3.000 fyrir stakan dag í áheyrn en 4.000 fyrir báða dagana.

Þeir sem hafa áhuga geta skráð sig hjá Guðfinnu í síma 8921805 eða á netfangið leikfelagselfoss@gmail.com fyrir 21. september

{mos_fb_discuss:3}