Næstkomandi föstudagskvöld frumsýnir Leikfélag Blönduóss gamanleikinn „Tveir tvöfaldir“ eftir Ray Cooney í þýðingu Árna Ibsen.

Leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir og þetta er í annað skipti sem hún leikstýrir á Blönduósi. Leikarar eru átta talsins en að sýningunni koma í kring um tuttugu manns.

 

Leikritið er fjörugur farsi sem fjallar um alþingismanninn Orm Karlsson, eiginkonu hans Pálínu og aðstoðarmanninn Hrein. Inn í þetta fléttast hjákonan Ásthildur, kínverski þjónninn Sjú-Lí, Doddi, María og síðast en ekki síst hótelstjórinn á Hótel Höll þar sem þetta gerist nú allt saman.

Óhætt er að lofa skemmtilegri kvöldstund en miðaverð er kr. 2.500 og 2.000 fyrir öryrkja, ellilífeyrisþega og börn 12 ára og yngri.

Frumsýningin hefst kl. 20.00 en næsta sýning er sunnudaginn 9. mars kl. 16.00.

Aðrar sýningar auglýstar fljótlega.