Eitt af aðalsmerkjum leikfélagsins Hugleiks hefur ætíð verið frumsamin tónlist. Í leikritum félagsins, sem einatt eru líka frumsamin, hefur heyrst allt frá óperu til þungarokks. Þar hafa heyrst ættjarðarsöngvar, bölbænir, fagnaðarsöngvar yfir andlátum manna og sungin bréf að handan.

Hugleikur ætlar að enda leikárið að þessu sinni með tónleikum í Þjóðleikhúskjallaranum, þar sem flutt verða mörg vinsælustu lögunum úr sýningum félagsins. Á dagskrá verða um tuttugu lög, í flutningi hljómsveitar, kórs og einsöngvara. Meðal annars verður frumflutt lokalagasyrpa, sem var sérstaklega sett saman fyrir þetta tækifæri.

Tónleikarnir verða tvíteknir. Þeir fyrri verða í Þjóðleikhúskjallaranum þriðjudagskvöldið 29. maí kl. 21, en þeir síðari föstudagskvöldið 1. júní kl. 22:30, á sama stað.

Miðaverð er 1000 kr.

{j10_sb_discuss:2}