Trúðanámskeið verður haldið í febrúar í Tjarnarbíói. Kennari er Sólveig Guðmundsóttir en hún hefur unnið mikið með trúðatækni sl. ár. Farið verður í grunn-tækniæfingar, hver þátttakandi mun þróa sinn trúð og vinna með trúðinn sinn í gegnum spuna og leiki. Þetta er tækni sem nýtist bæði í leik og starfi – leikarar skerpa verkfæri sín í spunavinnu og hlustun og kennarar finna oft nýjar leiðir til að vinna kennsluefni. Gleði og gaman!
Námskeiðið verður 3 x 3 tímar dagana:
Mánudaginn 17. febrúar kl. 18.00 til 21.00
Þriðjudaginn 18. febrúar kl. 18.00 til 21.00
Miðvikudaginn 19. febrúar kl.18.00 til 21.00
Kennari: Sólveig Guðmundsdóttir leikkona
Verð: Almennt verð kr. 12.000
Námsmannaverð kr. 10.000
– ath. takmarkaður fjöldi kemst á námskeiðið.
Skráning er í á netfangið: sgudmundsdottir@hotmail.com
Upplýsingar í síma: 6611492 . Félagar FÍL geta fengið helminginn endurgreiddan frá FÍL.
Sólveig Guðmundsdóttir útskrifaðist frá Arts Educational School of Acting 2002 og hefur starfað sem leikkona, kennari og framleiðandi frá útskrift. Sólveig hefur unnið með trúðatækni í um 16 ár. Hún lærði af Bergi Þór Ingólfssyni, Rafael Bienciotto, Angelu De Castro og fleirum. Hún var aðstoðarleikstjóri Rafaels við Dauðasyndirnar, trúðasýningu sem sýnd var í Borgarleikhúsinu og við Þrettándakvöld sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu. Sólveig lék í trúðasýningunni Bláa gullið – barnasýning um vatn sem var sýnd í Borgarleikhúsinu. Hún hefur einnig kennt trúðatækni á ýmsum námskeiðum m.a. fyrir KHÍ, LHÍ og á Akureyri. Sólveig er hluti af Pörupiltum, drag-uppistandshóp sem nota trúðatæknina mikið í sinni vinnu