Tilnefningar til Íslensku leiklistarverðlaunanna, Grímunnar, voru nýskeð kynntar í Borgarleikhúsinu af Viðari Eggertssyni, formanni LSI og Björk Jakobsdóttur, leikkonu. Forseti Íslands og verndari verðlaunanna, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti tilnefndum viðurkenningarskjöl. Tilnefningar til Íslensku leiklistarverðlaunanna, Grímunnar, voru nýskeð kynntar í Borgarleikhúsinu af Viðari Eggertssyni, formanni LSI og Björk Jakobsdóttur, leikkonu. Forseti Íslands og verndari verðlaunanna, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti tilnefndum viðurkenningarskjöl.
1. Eftirfarandi útvarpsleikrit eru tilnefnd sem ÚTVARPSVERK ÁRSINS:
Einhver í dyrunum
eftir Sigurð Pálsson í leikstjórn Bjarna Jónssonar.
Hljóðsetningu annaðist Björn Eysteinsson.
Hér er kominn maður
eftir Jónínu Leósdóttur í leikstjórn Ásdísar Thoroddsen.
Hljóðsetningu annaðist Björn Eysteinsson.
Ómerktur ópus í c-moll
eftir Karl Ágúst Úlfsson í leikstjórn Ingólfs N. Árnasonar.
Hljóðsetningu annaðist Björn Eysteinsson.
Papar
eftir Brian FitzGibbon í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur.
Hljóðsetningu annaðist Hjörtur Svavarsson.
Skáld leitar harms
eftir Guðmund Inga Þorvaldsson í leikstjórn Sigrúnar Eddu Björnsdóttur.
Hljóðsetningu annaðist Hjörtur Svavarsson.
2. Eftirfarandi leiksýningar eru tilnefndar sem BARNASÝNING ÁRSINS:
‘
Hafið bláa
eftir Kristlaugu M. Sigurðardóttur í sviðssetningu Ísmediu.
Leikstjórn annaðist Agnar Jón Egilsson.
Leitin að jólunum
eftir Þorvald Þorsteinsson í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Leikstjórn annaðist Þórhallur Sigurðsson.
Ronja Ræningjadóttir eftir Astrid Lindgren í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur. Leikstjórn annaðist Sigrún Edda Björnsdóttir.
3. Eftirfarandi aðilar eru tilnefndir sem DANSHÖFUNDUR ÁRSINS:
Ástrós Gunnarsdóttir
fyrir dans og hreyfingar í söngleiknum Litla Hryllingsbúðin í sviðssetningu Leikfélags Akureyrar í samstarfi við Íslensku Óperuna.
Lára Stefánsdóttir
fyrir dans í danssýningunni Áróra Bórealis í sviðssetningu Bórealis Ensemble.
Leikhópurinn
fyrir dans og hreyfingar í leiksýningunni Forðist okkur í sviðssetningu CommonNonsense og Leiklistardeildar Listaháskóla Íslands.
Rui Horta
fyrir dans í danssýningunni Gleðilegt ár í sviðssetningu Íslenska Dansflokksins.
Stephen Shropshire
fyrir dans og hreyfingar í söngleiknum Carmen í sviðssetningu Íslenska Dansflokksins og Leikfélags Reykjavíkur.
4. Eftirfarandi dansarar eru tilnefndir sem DANSARI ÁRSINS:
Aðalheiður Halldórsdóttir
fyrir hlutverk sitt í söngleiknum Carmen í sviðssetningu Íslenska Dansflokksins og Leikfélags Reykjavíkur.
Guðmundur Elías Knudsen
fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Wonderland í sviðssetningu Íslenska Dansflokksins.
Katrín Ingvadóttir
fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Critic’s Choice? í sviðssetningu Íslenska Dansflokksins.
Lára Stefánsdóttir
fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Áróra Bórealis í sviðssetningu Bórealis Ensemble og fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Von í sviðssetningu Pars Pro Toto.
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir
fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Áróra Bórealis í sviðssetningu Bórealis Ensemble og fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Critic’s Choice? í sviðssetningu Íslenska Dansflokksins.
Steve Lorenz
fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Wonderland í sviðssetningu Íslenska Dansflokksins.
5. Eftirfarandi leikarar og söngvarar eru tilnefndir sem SÖNGVARI ÁRSINS:
Andrea Gylfadóttir
fyrir hlutverk sitt í söngleiknum Litla Hryllingsbúðin í sviðssetningu Leikfélags Akureyrar í samstarfi við Íslensku Óperuna.
Bergþór Pálsson
fyrir hlutverk sitt í óperunni Öskubuska í sviðssetningu Íslensku Óperunnar.
Garðar Thór Cortes
fyrir hlutverk sitt í óperunni Öskubuska í sviðssetningu Íslensku Óperunnar.
Halla Vilhjálmsdóttir
fyrir hlutverk sitt í söngleiknum Túskildingsóperan í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Þórunn Lárusdóttir
fyrir hlutverk sitt í söngleiknum Kabarett í sviðssetningu Leikhópsins Á senunni.
6. Eftirfarandi höfundar tónlistar og hljóðmynda eru tilnefndir fyrir
TÓNLIST og HLJÓÐMYND ÁRSINS:
Ester Ásgeirsdóttir og Sigurður Bjóla
fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Pétur Gautur í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Davíð Þór Jónsson
fyrir tónlist í leiksýningunni Forðist okkur í sviðssetningu CommonNonsense og Leiklistardeildar Listaháskóla Íslands.
Hallur Ingólfsson
fyrir tónlist í leiksýningunni Glæpur gegn diskóinu í sviðssetningu Steypibaðsfélagsins Stúts og Vesturports.
Nick Cave, Ólafur Örn Thoroddsen, Pétur Benediktsson og Warren Ellis
fyrir tónlist í leiksýningunni Woyzeck í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports.
Jakob Tryggvason, Matthías Hemstock, Ómar Guðjónsson og Óskar Guðjónsson
fyrir tónlist og hljóðmynd í leiksýningunni Salka Valka í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur.
7. Eftirfarandi höfundar lýsinga eru tilnefndir fyrir LÝSINGU ÁRSINS:
Björn Bergsteinn Guðmundsson
fyrir lýsingu í leiksýningunni Ég er mín eigin kona í sviðssetningu Leikhússins Skámána í samstarfi við Menningar- og listastofnun Kormáks og Skjaldar, fyrir lýsingu í leiksýningunni Fagnaður í sviðssetningu Þjóðleikhússins og fyrir lýsingu í leiksýningunni Maríubjallan í sviðssetningu Leikfélags Akureyrar.
Egill Ingibergsson
fyrir lýsingu í leiksýningunni Forðist okkur í sviðssetningu CommonNonsense og Leiklistardeildar Listaháskóla Íslands.
Jóhann Bjarni Pálmason
fyrir lýsingu í söngleiknum Kabarett í sviðssetningu Leikhópsins Á senunni.
Lárus Björnsson
fyrir lýsingu í leiksýningunni Woyzeck í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports.
Páll Ragnarsson
fyrir lýsingu í leiksýningunni Pétur Gautur í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
8. Eftirfarandi höfundar búninga eru tilnefndir fyrir BÚNINGA ÁRSINS:
Filippía I. Elísdóttir
fyrir búninga í leiksýningunni Virkjunin í sviðssetningu Þjóðleikhússins og fyrir búninga í leiksýningunni Woyzeck í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports.
Helga I. Stefánsdóttir
fyrir búninga í leiksýningunni Pétur Gautur í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Katrín Þorvaldsdóttir
fyrir búninga í leiksýningunni Eldhús eftir máli í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
María Ólafsdóttir
fyrir búninga í söngleiknum Hafið bláa í sviðssetningu Ísmediu.
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir
fyrir búninga í leiksýningunni Halldór í Hollywood í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
9. Eftirfarandi höfundar leikmynda eru tilnefndir fyrir LEIKMYND ÁRSINS:
Börkur Jónsson
fyrir leikmynd í leiksýningunni Fagnaður í sviðssetningu Þjóðleikhússins og fyrir leikmynd í leiksýningunni Woyzeck í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports.
Gretar Reynisson
fyrir leikmynd í leiksýningunni Pétur Gautur í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Halla Gunnarsdóttir
fyrir leikmynd í leiksýningunni Maríubjallan í sviðssetningu Leikfélags Akureyrar.
Ilmur Stefánsdóttir
fyrir leikmynd í leiksýningunni Forðist okkur í sviðssetningu CommonNonsense og Leiklistardeildar Listaháskóla Íslands.
Stígur Steinþórsson
fyrir leikmynd í leiksýningunni Eldhús eftir máli í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
10. Eftirfarandi leikkonur eru tilnefndar sem
LEIKKONA ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI:
Brynhildur Guðjónsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Pétur Gautur í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Edda Arnljótsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Pétur Gautur í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Himnaríki í sviðssetningu Hafnarfjarðarleikhússins Hermóðs og Háðvarar.
Margrét Kaaber
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Fagnaður í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Maríanna Clara Lúthersdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Fullkomið brúðkaup í sviðssetningu Leikfélags Akureyrar.
11. Eftirfarandi leikarar eru tilnefndir sem
LEIKARI ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI:
Björn Hlynur Haraldsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Woyzeck í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports.
Ingvar E. Sigurðsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Pétur Gautur í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Ólafur Egill Egilsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Fagnaður í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Ólafur Darri Ólafsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Pétur Gautur í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Þráinn Karlsson
fyrir hlutverk sitt í Maríubjöllunni í sviðssetningu Leikfélags Akureyrar.
12. Eftirfarandi leikkonur eru tilnefndar sem
LEIKKONA ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI:
Arnbjörg Hlíf Valsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Frelsi í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Helga Braga Jónsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Hungur í sviðssetningu Fimbulveturs.
Ilmur Kristjánsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Salka Valka í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur.
Margrét Vilhjálmsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Eldhús eftir máli í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Pétur Gautur í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
13. Eftirfarandi leikarar eru tilnefndir sem
LEIKARI ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI:
Atli Rafn Sigurðarson
fyrir hlutvek sitt í leiksýningunni Halldór í Hollywood í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Björn Hlynur Haraldsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Pétur Gautur í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Hilmir Snær Guðnason
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Ég er mín eigin kona í sviðssetningu Leikhússins Skámána í samstarfi við Menningar- og listastofnun Kormáks og Skjaldar
Ingvar E. Sigurðsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Woyzeck í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports.
Þór Tulinius
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Manntafl í sviðssetningu Þýbilju.
14. Eftirfarandi leikstjórar eru tilnefndir sem LEIKSTJÓRI ÁRSINS:
Ágústa Skúladóttir
fyrir leikstjórn í leiksýningunni Eldhús eftir máli í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Baltasar Kormákur
fyrir leikstjórn í leiksýningunni Pétur Gautur í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Gísli Örn Garðarsson
fyrir leikstjórn í leiksýningunni Woyzeck í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports.
Jón Páll Eyjólfsson
fyrir leikstjórn í leiksýningunni Maríubjallan í sviðssetningu Leikfélags Akureyrar.
Stefán Jónsson og Ólöf Ingólfsdóttir
fyrir leikstjórn í leiksýningunni Forðist okkur í sviðssetningu CommonNonsense og Leiklistardeildar Listaháskóla Íslands.
15. Eftirfarandi leikritahöfundar eru tilnefndir sem LEIKSKÁLD ÁRSINS:
Hugleikur Dagsson
fyrir leikverkið Forðist okkur í sviðssetningu CommonNonsense og Leiklistardeildar Listaháskóla Íslands.
Hrund Ólafsdóttir
fyrir leikverkið Frelsi í sviðsetningu Þjóðleikhússins.
Jón Atli Jónasson
fyrir leikverkið 100 ára hús í sviðssetningu Frú Emilíu.
Vala Þórsdóttir
fyrir leikverkið Eldhús eftir máli í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann
fyrir leikverkið Hungur í sviðssetningu Fimbulveturs.
16. Eftirfarandi leiksýningar eru tilnefndar sem SÝNING ÁRSINS:
Eldhús eftir máli
eftir Völu Þórsdóttur í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Forðist okkur
eftir Hugleik Dagsson í sviðssetningu CommonNonsense og Leiklistardeildar Listaháskóla Íslands.
Maríubjallan
eftir Vassily Sigarev í sviðssetningu Leikfélags Akureyrar.
Pétur Gautur
eftir Henrik Ibsen í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Woyzeck
eftir George Büchner í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports.