Iðnaðarmannaleikhúsið auglýsir:
Okkur langar að beina athygli ykkar að einstökum viðburði sem vert er að gefa gaum.
Nú í byrjun desember kemur út bókin Glímt við geðklofa og sem byggir á sama efni og einleikurinn Þú kemst þinn veg sem sýndur hefur verið af og til síðan 2014.
Í tilefni þess verða tvær hátíðarsýningar á verkinu þann 1. og 4. desember kl. 20:30 í Tjarnarbíói. Umræður verða með höfundi verksins, höfundi bókarinnar og Garðari Sölva Helgasyni en bókin og verkið byggir á sögu hans í baráttunni við geðklofa.
Áhorfendum gefst tækifæri að kaupa bókina Glímt við geðklofa á tilboðsverði um leið og þeir kaupa miða á midi.is.
Allur hagnaður af sölu bókarinnar rennur til styrktar ferðafélagsins Víðsýnar sem er ferðafélag fólks með geðraskanir. Einnig er hægt að kaupa bókina í miðasölu Tjarnarbíós.