Leikhópurinn The Fiasco Division kemur til landsins með tvær nýjar sýningar sem settar verða upp í Hafnarfjarðarleikhúsinu fyrstu vikuna í ágúst sem partur af leiklistarhátíðinni artFart. Leikhópurinn samanstendur af fimm verðandi útskriftarnemum sem hafa nýlokið námi við European Theatre Arts leiklistarbraut Rose Bruford College í London. Meðlimir The Fiasco Divison eru Alexander Roberts, Anna Zehentbauer, Kári Viðarsson, Lauren McCullum og Stephanie Thorpe.

WE ARE THE SLEEPYHEADS:
Þegar rómantíkskur byltingarsinni kemst í kynni við þrælkunarbúðir þar sem öryggisfíkn og ofríki harðstjóra hefur svipt fangana allri von um frelsi ákveður hann að nú sé nóg komið. Mörking milli draums og veruleika eru óskýr en breytingar liggja í loftinu og eftir diskó, byrstingar og byltingu stendur spurningin eftir: gerðist einhvern tímann eitthvað? We are the sleepheads veltir upp hugmyndum um frelsi í heimi ekki svo langt frá okkar eigin og spyr hvort möguleikinn á byltingu sé virkilega fyrir hendi.
We are the Sleephyheads var valið úr hópi 60 verka sem framlag Rose Bruford College til BAC Graduates festival í september 2009.

Sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu:
4. ágúst kl. 18:00
6 ágúst kl. 18:00 og 20:00
Miðaverð: 1.500 kr.
Lengd: 45 mín.
Aðvörun: Hveiti er notað í þessar sýningu
Ath. Leikið er á ensku

MORBID:
Morbid fylgir kristilega trúbadornum Mary McCall í gegnum barráttu hennar við trú sína er hún neyðist til að horfast í augu við líf sitt eftir dauðann. Hugmyndir hennar um paradís reynast ekki á rökum reistar er hún óviljug gerist peð í tafli æðri máttarvalda. Týnd og í tilvistarkreppu kemst hún í kynni við áður óþekktar og óhefðbundnar leiðir til að fara á krossgöturnar hinum megin við ljósið bjarta. Morbid heldur upp á lífið í því að varpa ljósi á hugsanlegar afleiðingar dauðans.
Morbid var valið til þáttöku í symposium week í Rose Bruford College og verður sýnt á Hot august fringe festival í Royal Vauxhall Tavern leikhúsinu í London seinnpartinn í ágúst 2009.

Sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu:
5. ágúst kl. 18:00
7. ágúst kl. 18:00 og 22:00
Miðaverð: 1500 kr.
Lengd: 70 mín.
Aðvörun: Bannað börnum innan 16 ára
Ath. leikið er á ensku.

Miðapantanir:
E-mail: tfd@hotmail.co.uk
Sími: 8659432
Heimasíða leikhópsins: www.thefiascodivision.com