Leikdeild Ungmennafélagsins Skallagríms frumsýndi föstudaginn 20. febrúar sl. leikritið Á svið eftir Rick Abbot. Þetta er gamanleikur í þremur þáttum. Leikritið fjallar um leikhóp sem er að setja upp sakamálaleikritið Hið fúla fólsku morð og er óhætt að segja að margt fari úrskeiðis og gangi á ýmsu hjá hópnum. Leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson.
Næstu sýningar verða:
Föstudaginn 27. febrúar
Sunnudaginn 1. mars
Allar sýningarnar hefjast kl. 20:30. Miðaverð er kr. 2.000 og kr. 1.000 fyrir börn 13 ára og yngri. Miðapantanir í síma: 615-1233 og 848-9043. Einnig hægt að panta í gegnum netfangið asa_dora@hotmail.com
{mos_fb_discuss:2}