Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur að fenginni tillögu leiklistarráðs úthlutað styrkjum til atvinnuleikhópa árið 2013. Alls sóttu 73 aðilar um styrki til 82 verkefna. Þá bárust 4 umsóknir um samstarfssamning til lengri tíma og 4 umsóknir um rekstrarstyrki. Á fjárlögum 2013 eru 89,8 milljónir króna á fjárlagaliðnum „Styrkir til starfsemi atvinnuleikhópa“ en voru á síðasta ári 71,2 milljónir króna. Hækkunin stafar af framlagi frá fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar. Í leiklistarráði eru Guðrún Vilmundardóttir formaður, skipuð án tilnefningar, Sveinbjörg Þórhallsdóttir tilnefnd af Leiklistarsambandi Íslands og Hilmar Jónsson tilnefndur af Bandalagi sjálfstæðra leikhúsa.

Eftirtalin verkefni hlutu styrki:

Aldrei óstelandi – Lúkas: 6.600.000 kr.
Asikli Hoyuk – Scape og Grace: 1.900.000 kr.
Auðlind – Róðarí: 3.000.000 kr.
Barnamenningarfélagið Skýjaborg – Fetta Bretta: 1.200.000 kr.
Brúðuheimar – Aladín og töfralampinn: 4.700.000 kr.
CommonNonsense – Dagbók jazzsöngvarans: 5.800.000 kr.
GRAL – Grindvíska atvinnuleikhúsið – Eiðurinn og eitthvað: 6.800.000 kr.
Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan – Antiklímax: 4.000.000 kr.
Kviss búmm bang – Við hin: 5.500.000 kr.
Lab Loki – Stóru börnin: 7.800.000 kr.
Leikhópurinn Bláskjár – Bláskjár: 5.800.000 kr.
Málamyndahópurinn – Fyrirgefningin: 2.600.000 kr.
Melkorka Sigríður Magnúsdóttir og Sigríður Soffía Níelsdóttir – Skrattinn úr sauðaleggnum: 3.400.000 kr.
Nordpaa/Norður – Fantastar: 9.000.000 kr.
Sokkabandið – Kyrrð: 7.900.000 kr.
Valgerður Rúnarsdóttir og Urður Hákonardóttir – (Ó)raunvera: 4.200.000 kr.
VaVaVoom – Wide Slumber: 8.000.000 kr.