Menntingar- og viðskiptaráðuneytið
veitir árlega styrki til aðildarfélaga Bandalags íslenskra leikfélaga, en stjórn þess fer yfir umsóknirnar og vinnur tillögur að styrkveitingum til ráðuneytisins. Leikár Bandalagsfélaganna er frá 1. júní til 31. maí. Sækja skal um á Leiklistarvefnum. Síðasti skiladagur er 10. júní ár hvert. Hér eru úthlutunarreglurnar.

Hitt húsið – Pósthússtræti 3-5, 101 RVK – sími 551 5353
Hitt húsið er upplýsingamiðstöð ungs fólks á aldrinum 16 – 25 ára. Þar er hægt að nálgast mikið af upplýsingum um styrki, sérstaklega evrópska, til margskonar verkefna.
Netfang hitthusid@hitthusid.is
Veffang www.hitthusid.is

Norræna húsið, v/Hringbraut, 101 Reykjavík, sími 551 7030
Norræna húsið veitir ferðastyrki til frjálsra félagasamtaka til að sækja ráðstefnur og fundi á hinum Norðurlöndunum.
Nánari upplýsingar á vefslóðinni http://www.nordice.is/

Vitið þið um aðra styrki sem standa leikhúsfólki til boða?
Látið okkur vita ef þið rekist á einhverja sem við vitum ekki um….