Þá er loksins komið að því Margt smátt, stuttverkahátíð Bandalags íslenskra leikfélaga, verði haldin í fimmta skipti og í þetta sinn í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Eins og fram hefur komið eru nú í fyrsta skipti erlendar gestasýningar, fimm ný, færeysk stuttverk verða sýnd á vegum Meginfelags áhugaleikara Føroya. Dagskráin hefur nú tekið á sig endanlega mynd (ef veður lofar) og hana má sjá með því að smella á tengilinn hér að neðan.
12.00
Setning hátíðarinnar
12.30
1. MÁF – Ferð mín til Jórsala
2. Hugleikur – Ár og öld
3. Leikfélag Hafnarfjarðar – Það er góða veðrið
4. Leikfélag Selfoss – Góðar stundir
5. Leikfélag Mosfellssveitar – Ástin er hverful
6. MÁF – Avbjóðningin
Hlé
13.50
7. Hugleikur – Bara bíða
8. Leikfélag Kópavogs – Spott
9. MÁF – Gesturin
10. Hugleikur – Englar í snjónum
11. Hugleikur – Notaleg kvöldstund
12. Leikfélag Hafnarfjarðar – Svefnþula
Hlé
15.15
13. Hugleikur – Ári síðar
14. MÁF – Fanin heldur
15. Leikfélag Hafnarfjarðar – Broskallinn
16. Hugleikur – Sigurvegari
17. MÁF – Auto
18. Halaleikhópurinn – Hærra minn guð til þín eða Prívathagsmunir eiga ekki við hér
Hlé
16.30
Umfjöllun um sýningar hátíðarinnar – Sigrún Valbergsdóttir
Langt hlé
20.00
Matur og samvera í Félagsheimili Seltjarnarness
Öllum er velkomið að sækja hátíðina. Miðaverð á hátíðina er 1.500 kr. og 1.000 kr í matinn um kvöldið.