Á föstudaginn 20. nóvember mun Leikfélagið Hugleikur frumsýna stuttverkadagskrá sem hefur hlotið heitið Et tu Hugleikur? Þar munu svik hvers konar vera í forgrunni, könnuð til hlítar og, vonandi, afhjúpuð. Öll verkin eru frumsamin en boðið er á sjö brögðótta þætti að þessu sinni. Einnig verða leiklesnir tveir afmælisþættir Bandalags íslenskra leikfélaga. Kynnar verða Árni Hjartarson og Sigríður Bára Steinþórsdóttir.
Verkin sem leikin verða:
Örlagaríkt síðdegi eftir Magnús Teitsson og Orra Ingþórsson
Leikstjóri Hjörvar Pétursson
Leikarar: Elísabet Katrín Friðriksdóttir, Þórarinn Stefánsson, Björgvin Gunnarsson.
Umvafin englum eftir Maríu Björt Ármanssdóttur
Leikstjóri Björgúlfur Egill Pálsson
Leikarar: Halldóra Ósk Öfjörð, Ingvar Örn Arngeirsson
Svikamylla eftir Ástu Elínardóttur
Leikstjóri Ásta Elínardóttir
Leikarar: Helga Hlín Bjarnadóttir, Ninna Karla Katrínardóttir
Skrímslið eftir Ástu Gísladóttur
Leikstjóri Ásta Gísladóttir,
Leikarar: Sara Blandon, Sigrún Ýr Halldórsdóttir,Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson
Á ég að gæta systur minnar? eftir Elvu Dögg Gunnarsdóttur
Leikstjóri Dýrleif Jónsdóttir
Leikarar: Guðrún Eysteinsdóttir, Sara Blandon
Möguleg svik Geirmundar við föngulegu konuna Kötlu eftir Júlíu Hannam
Leikstjóri Adam Thor Murtomaa
Leikarar: Ingvar Örn Arngeirsson, Ásta Elínardóttir, Sigurður H. Pálsson, Ninna Karla Katrínardóttir
Vöfflur með rjóma eftir Maríu Björt Ármannsdóttur
Leikstjóri Ásta Elínardóttir
Leikarar: Ninna Karla Katrínardóttir, Björgúlfur Egill Pálsson
Dagrskáin verður sýnd tvisvar sinnum: Föstudaginn 20. nóvember kl. 20.00 og sunnudaginn 22. nóvember kl. 20.00. Sýnt verður í Hugleikhúsinu, Eyjarslóð 9.
Miðaverð kr. 1000 og tekið er á móti pöntunum á hugleikur.is.