Þann 4. apríl næstkomandi frumsýnir Stúdentaleikhúsið nýtt íslenskt leikverk í leikstjórn Ragnheiðar Skúladóttur (fyrrverandi deildarforseta leiklistardeildar LHÍ). Stúdentaleikhúsið samanstendur af 12 upprennandi sviðslistamönnum sem komu saman í janúar og lögðu upp með að gera sýningu út frá „devised“ aðferðum. Í hópnum eru meðal annars tveir tilvonandi leikarar sem fengu inngöngu í leikaradeild Listaháskóla Íslands nú í vor. Verkið ber nafnið Rof og var ort inn í Iðnó, þar sem leikhópurinn hefur verið við vinnu síðastliðnar vikur.

Í grunninn fjallar verkið um ólíkan veruleika leikarans og áhorfandans og það hvernig þessir heimar skarast á. Um leið hefur hópurinn unnið út frá því að persónugera leikhúsið og kannað hvaða kraftar verða til þess að sýning kvikni til lífsins.

Sýningar:
4. apríl kl. 19:00, 20:30 og 22:00.
7. apríl kl. 14:00 og 15:30
11. apríl kl. 19:00, 20:30 og 22:00.
12. apríl kl. 19:00, 20:30 og 22:00.
15. apríl kl. 19:00, 20:30 og 22:00.
16. apríl kl. 19:00, 20:30 og 22:00.

Miðapantanir fara fram í síma 823-5454 og kostar miðinn 2000 krónur. Námsmenn fá miðann á 1500 krónur.

ATHUGIÐ að ÖRFÁIR komast á hverja sýningu og því er mikilvægt að allir panti miða fyrirfram

{mos_fb_discuss:2}