Leikfélagi Mosfellssveitar frumsýndi Stúart litla, glænýjan fjölskyldusöngleik föstudaginn 5.nóvember.
Söngleikurinn er byggður á bókinni Stúart Litli eftir E.B. White og samnefndri kvikmynd sem flestir ættu að kannast við.
Blær Kríli vill ekkert meira í heiminum en að eignast lítinn bróður. Friðrik Kríli og Nóra Kríli kynnast lítilli mús að nafni Stúart, kolfalla fyrir honum og ættleiða hann. Blær og heimiliskötturinn Snjói verða hins vegar ekki sátt við nýja fjölskyldumeðliminn. Við fylgjumst með Stúart takast á við ýmsar áskoranir og lenda í skemmtilegum ævintýrum.
Listrænir stjórnendur sýningarinnar eru feðginin Elísabet Skagfjörð sem leikstýrir og Valgeir Skagfjörð sem semur alla tónlist í sýningunni.
Sýnt er alla sunnudaga í nóvember og desember kl 16:00 í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ. Miðapantanir í síma 566 7788.