Þann 9. apríl sl. frumsýndi Stúdentaleikhúsið nýtt íslenskt verk sem ber heitið Drottinn blessi blokkina og er unnið í samvinnu leikhóps og leikstjóra. Sagan gerist, eins og titillinn gefur til kynna, í blokk og segir frá persónu sem skyndilega verður viðskila við förunaut sinn og uppgötvar sjálfstæðan vilja. Það er gluggað í íbúðir og líf litríkra íbúanna. Persónan mætir ýmsum manneskjum og aðstæðum og lærir margt misjafnt á leið sinni um torkennilegan heim.
Leikstjórar eru Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Alls leika 12 manns í sýningunni, frumsamin tónlist er í henni í höndum Arnars Þórs Sigurjónssonar og Odds Inga Þórssonar. Ljósahönnuður er Arnar Ingvarsson. Sýnt er í Fjöltækniskólanum á Háteigsvegi en nánari upplýsingar er að finna á www.studentaleikhusid.is og www.myspace.com/drottinnblessiblokkina