Bakgrunnur verksins er búsáhaldabyltingin 2008-2009 en í verkinu segir frá ungum manni sem fellur fyrir stúlku sem brennur af hugsjónum um betri heim. Hann fer að mæta á mótmælafundi og starfa með aðgerðarsinnum, en þegar hópurinn sest að í auðu húsi leiða atvik til þess að lögreglumaður slasast alvarlega og liggur í dái á sjúkrahúsi. Á meðan á lögreglurannsókn fer fram og unga fólkið er handtekið vegna gruns um að eiga þar hlut að máli lýsir ungi maðurinn aðdraganda þess að lögreglumaðurinn slasast. Í kjölfarið vakna upp vangaveltur um hvernig maður mótar sér skoðanir í lífinu á mönnum og málefnum.
Leikarar eru Eggert Kaaber, Ingi Hrafn Hilmarson, Katrín Þorkelsdóttir og Ólöf Jara Skagfjörð.
Sýningin tekur um 50 mínútur í flutningi.
Miðaverð 1500 kr. Miðapantanir í síma 898-7205 eða eggert@centrum.is
{mos_fb_discuss:2}