Undanfarin ár hefur skapast hefð fyrir því að Starfsmannafélag Skagafjarðar og Starfsmannafélag Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki bjóði félögum sínum á Sæluvikustykki Leikfélags Sauðárkróks. Býður Starfsmannafélag heilbrigðisstofnunarinnar einn miða en Starfsmannafélag Skagafjarðar býður sínu fólki tvo miða. Sýning Leikfélags Sauðárkróks í næstkomandi Sæluviku er gamanleikurinn Svefnlausi brúðguminn eftir Arnold og Bach, sem frumsýndur verður sunnudaginn fyrsta maí.
Miðasala hefst með formlegum hætti í Kompunni þriðjudaginn eftir páska, en þangað til er hægt að kaupa miða, eða panta ef maður á boðsmiða, í síma 849-9434. Gert er ráð fyrir 8 sýningum svo það er um að gera að nýta sér kostaboð starfsmannafélaganna og panta miða í tíma.
Sjá nánar um leikritið, sýningartíma og miðasölu á heimasíðu leikfélagsins www.skagafjordur.net/LS
{mos_fb_discuss:2}