Aðeins eru tvær sýningar eftir Glæpur gegn diskóinu eftir Gary Owen sem Steypibaðsfélagið Stútur hefur að undanförnu sýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins. Sú fyrri er föstudaginn 28. apríl en sú seinni föstudaginn 5. maí. disko1.jpgAðeins eru tvær sýningar eftir Glæpur gegn diskóinu eftir Gary Owen sem Steypibaðsfélagið Stútur hefur að undanförnu sýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins. Sú fyrri er föstudaginn 28. apríl en sú seinni föstudaginn 5. maí.

Það er fimmtudagskvöld, og þrír strákar reyna að skera á böndin sem  hafa haldið aftur af þeim frá fæðingu, með hjálp (og hindrun) vímuefna,  kvenfólks og ómótstæðilegrar tónlistar. Dauður köttur, diskókvöld sem aldrei átti sér stað, brjóstin á starfskonu tryggingastofnunar og  hauslausar dúfur eru vendipunktar í þessu mannlega ferðalagi  um karlmennskuna.

Leikarar eru Friðrik Friðriksson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Ólafur Darri Ólafsson Tónlist samdi Hallur Ingólfsson og leikstjóri er Agnar Jón Egilsson