Síðasta sýning Leikfélags Ölfussí Þorlákshöfn á Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan verður fimmtudagskvöldið 17. maí í Versölum. Sýningarnar hefjast klukkan 21.00. Hægt verður að panta léttan leikhúsmat í Ráðhúskaffi á undan sýningunum.

Pantanir á mat og sýningu í síma 483-1700. Einnig hægt að hringja í síma 661-0501 til að panta á sýningu eingöngu.

Leikritið fjallar um kvennamanninn Jónatan sem heldur við þrjár flugfreyjur sem vinna eftir föstum áætlunum sem ekki skarast. Þegar nýjar hljóðfráar þotur eru teknar í notkun fer skipulagið í vaskinn og leikurinn að æsast. Leikstjóri verksins er Hörður Sigurðarson. Sex leikarar eru í sýningunni. Þeir eru Arnar Gísli Sæmundsson, Ásta Margrét Grétarsdóttir, Helena Helgadóttir, Hulda Gunnarsdóttir, Ottó Rafn Halldórsson og Ragnheiður Helga Jónsdóttir.  

{mos_fb_discuss:2}