Spunanámskeið í Gaflaraleikhúsinu

Leikfélag Hafnarfjarðar heldur námskeið í spuna og leikhússporti næstu 5 laugardaga í Gaflaraleikhúsinu frá kl. 14.00 til 17.00. Námskeiðinu lýkur laugardagskvöldið 15 desember með æsispennandi leikhússportkeppni. Leiðbeinandi er Gísli Björn Heimisson, Norðurlandameistari í Leikhússporti. Hámarksfjöldi nemenda er 12 og námskeiðsverð er 8.000 krónur. Skráning fer fram í namskeid@gaflaraleikhusid.is (fyrstur kemur fyrstur fær).