Soundpainting er alþjóðlegt táknmál sem notað er í listsköpun tónlistarmanna, leikara og dansara. „Hljóðmálarinn“ notar hreyfingar til að eiga samskipti við listamenn á sviði – hann myndar hljóð, orð, hreyfingar og rými sem eru einstök í hverju verki. Höfundur aðferðarinnar er tónskáldið Walter Thompson, sem bjó það til í New York fyrir 40 árum. Í dag eru til fleiri en 1200 tákn sem geta leiðbeint listamönnum í sköpunarferlinu.
- Í janúar og febrúar fá Íslendingar tækifæri í fyrsta skipti til að taka þátt í og sjá sýningu þar sem aðferðum „Soundpainting“ er beitt.
- 5. og 6. febrúar verður sýning með leikurum, dönsurum, myndlistarmönnum og tónlistarmönnum, sem sett er upp með aðferðinni.
- Þriðjudaginn 2. febrúar verður opin æfing í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þar sem hægt er að fylgjast með sköpun verksins.
Í fyrsta skipti í sögu íslenskra sviðslista munu áhorfendur geta séð verk sem er afurð þessa frumlega sköpunarferlis, með íslenskum listamönnum úr ólíkum fögum sem hafa lært aðferðina og sett upp tvær einstakar sýningar.
Þar að auki er áhorfendum boðið að koma á opna æfingu þar sem þeir geta jafnvel lært nokkur tákn sjálfir!
Haldið verður námskeið, þar sem 20 íslenskir listamenn úr ólíkum fögum munu læra aðferðina í tvær vikur og skapa verk undir leiðsögn Benjamin Nid, hljóðmálara, og Juliette Louste, danshöfundar. Tvö verk verða búin til sem síðan verða sýnd almenningi.