Leikfélag Selfoss býður upp á áhugavert söng- og raddbeitingarnámskeið sunnudaginn 24. nóvember. Kennari verður Kristjana Stefánsdóttir, djass-söngkona og söngkennari. Kristjana er aðjúnkt við LHÍ, ásamt því hefur hún unnið við raddþjálfun leikara bæði í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Einnig hefur hún aðstoðað tónlistarfólk í Idol, X-Factor, Eurovision o.fl.
Kristjana styðst við Complete Vocal tæknina frá Catrine Sadolin, einum virtasta raddsérfræðingi í heimi. Námskeiðið verður með svokölluðu masterclass formi, þ.e. hægt verður að skrá sig sem virkan nemanda sem felur í sér að fara upp á svið og fá beina kennslu hjá Kristjönu. Einnig geta áhugasamir skráð sig sem áhorfendur í sal og fylgst með kennslu og fyrirlestrum.
Námskeiðið verður sunnudaginn 24. nóvember kl. 10:00 – 17:30. Pláss er fyrir 12 virka þátttakendur og ótakmarkaðan fjölda áhorfenda.
Námskeiðsgjald fyrir þátttakendur er 10.000 kr. og 3.000 kr. fyrir áhorfendur í sal.
Námskeiðsgjald fyrir félaga í Leikfélag Selfoss er 8.000 kr. sem þátttakendur en frítt sem áhorfendur í sal. Við hvetjum alla áhugasama að láta ekki þetta einstaka námskeið fram hjá sér fara.
Skráning og nánari upplýsingar fara fram á netfangið leikfelagselfoss@gmail.com.