Leikfélag Selfoss tekur stefnuna til sólríkari stranda í vetur föstudaginn 24. febrúar kl. 20 frumsýnir það Sólarferð eftir Guðmund Steinsson í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar. Leikritið gerist á miðjum áttunda áratugnum og fjallar um ferð nokkurra íslenskra hjóna til Costa del Sol. Þau ætla sannarlega að njóta sólarinnar, enda er hún ástæðan fyrir ferðum hins fölbleika landa til útlanda, sem og frelsisins sem fylgir því að vera í fríi fjarri skyldum heimilisins. Það gengur á ýmsu og tekið er á því sem gerist á gamansaman hátt en þó með alvarlegum undirtón.

Hátíðarsýning verður sunnudaginn 26. febrúar kl. 20 en eftir það verða sýningar fimmtudags-, föstudags- og sunnudagskvöld kl. 20

.

Miðapantanir í síma 482-2787 eftir kl. 16 á daginn eða á leikfelagselfoss@gmail.com

{mos_fb_discuss:2}