Tjarnarbíó og Majónes – leikhúsbar ætla að standa fyrir margvíslegum tónlistarskemmtunum í framtíðinni þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagská og hlaðborð í sal Tjarnarbíós undir nafninu Stundin. Stórsöngkonan Margréti Eir ríður á vaðið með Söngleikja-Stund föstudaginn 18 mars. Fyrir sýninguna munu þær Áslaug Snorra og Anna Bogga galdra fram óvænt, suðrænt og flúrað hlaðborð. Gestir munu sitja við borð í salnum þar sem skapað verður notarlegt andrúmsloft. Húsið opnar kl. 18.30 fyrir geti í mat en sýningin hefst kl. 20.

 

Margrét Eir hefur löngum verið viðloðin söngleikjaskemmtanir á íslandi, eða frá því hún birtist í Hárinu í Íslensku Óperunni 1994. Síðan þá hefur hún varið tíma í Bandaríkjunum og kynnt sér formið til hlítar. Á söngleikjastundinni í Tjarnarbíó mun hún flytja lög úr ýmsum söngleikjum, bæði gömlum og nýjum, og deila með áhorfendum upplifun sinni á tónlistinni. Einlægir aðdáendur söngvamynda og söngleikja ættu því ekki að láta þessa kvöldstund fram hjá sér fara.

Hér er á ferðinni upplögð skemmtun fyrir smærri hópa, fyrirtæki og starfsmannafélög.

Nánari upplýsingar eru á www.tjarnarbio.is

{mos_fb_discuss:2}