Leikfélagið Snúður og Snælda er nú að hefja sitt 21. leikár. Það má því segja að leikfélagið sé búið að slíta barnsskónum. En á síðasta ári hélt það upp á 20 ára afmælið með sýningu á Nakinn maður og annar í kjólfötum eftir Dario Fo. Að þessu sinni býður félagið upp á leikritið Rauða klemman eftir Hafstein Hansson. Verkið gerist á lítilli veitingastofu þar sem óvæntan gest ber að garði sem reynir að auðgast á kostnað annarra. Afar kunnulegt stef. Frumsýnt verður í Iðnó n.k. sunnudag, 20. febrúar, kl. 14.00.

Hér er á ferðinni gamanleikur þar sem alls konar óvæntar uppákomur verða. Á sviðinu birtast margar skemmtilegar persónur sem koma sannarlega á óvart og allt er þetta á léttu nótunum. Á þeim árum sem liðin eru frá stofnun félagsins hafa margir komið við sögu. En starfsemin er eingöngu haldið uppi af áhugasömum eldri borgurum sem finna sinn farveg á efri árum til að uppfylla lífsþorsta sinn í áhugaverðu og skapandi starfi.

{mos_fb_discuss:2}