Ný leikgerð byggð á skáldsögunni Skugga-Baldur eftir Sjón verður frumsýnd í Hafnarhúsinu 4. mars. Leikgerðin er skrifuð af Kamilu Polívková, sem leikstýrir verkinu, og Teru Hof sem einnig er leikari verksins. Aðrir sem koma að listrænni hlið verksins eru m.a. myndlistar- og tónlistarmennirnir Jón Sæmundur og Ryan van Kriedt og Sindri Ploder, ungur listamaður með Downs heilkenni eins og Abba, sem er ein af þremur aðalpersónum sögunnar. Verkið verður fyrst sett upp í Prag í lok febrúar og svo í Hafnarhúsinu í Reykjavík og verður sýnt þar frá 3. – 8. mars.

Hin mikilvægu einkunnarorð „omnia mutantur – nihil interit“ („allt breytist – ekkert hverfur“) úr sögunni af hinni lævísu skepnu skugga-baldri er tilvitnun í Myndbreytingarnar eftir Óvidíus. Skuggi, hinn sérvitri sögumaður verksins, notar umbreytingu sem sína helstu leið til tjáningar, þar sem hann setur upp heldur áleitna sögu um veiðimann og skuggann hans, öskrandi tóur og aðrar skepnur, þurrkaða þorskshausa, mongólsk börn með Downs heilkenni, lótusætur, lyktina af darsjíling tei og ópíumreykingar, miskunnsemi, samúð og fyrirlitningu, um Guð og rafmagnsrifrildi í jökulrassi, ferðalag gegnum snjóinn til undirheima, um glæp og refsingu, og um prest sem lítur út eins og þúst í landslaginu.

Sýningin fer fram á ensku

3. mars kl. 21 – forsýning
4. mars kl. 20 – frumsýning
5. mars kl. 20
6. mars kl. 18
7. mars kl. 20
8. mars kl. 20 – umræður eftir sýningu með Sjón

Miðasala er á https://midi.is/leikhus/1/9443/Skugga-Baldur og við inngang.

https://www.facebook.com/events/980824138664882/

Heimasíða verkefnisins er:  www.skuggabaldur-eng.com/

Samstarfsaðilar eru Listasafn Reykjavíkur, Hitt húsið – miðstöð ungs fólks og List án landamæra. Verkið er styrkt af EEA Grants, með framlagi Íslands, Liechtenstein og Noregs.