Skrattinn úr Sauðarleggnum er dans og tónleikaverk þar sem forn kveðskapur og íslensk menning er sameinuð samtímadansi og dægurtónlist. Þrír sviðslistamenn skoða eðli og uppyggingu bragarhátta, snúa þeim á hvolf með dansi og leysa loks kveðskapinn af hólmi. Gullfoss og Gleðibankinn, Hárkollur og Hávamál, Vikivakar og vögguvísur sameinast í þessu óútreiknanlega sviðsverki. Útkoman er íslenskur rímnakabarett þar sem hið hefðbundna verður það frábrugðna, gamla Ísland hittir nýja Ísland.
Skrattinn úr Sauðarleggnum er sjálfstætt framhald Glymskrattans sem sýnt var í Þjóðleikhúskjallaranum á Listahátíð og hlaut lofsamlegar viðtökur. Sýningin er styrkt af Reykjavíkurborg, Evrópu Unga Fólksins og Mennta- og Menningarmálaráðuneytinu.
Höfundar og flytjendur eru Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, Sigríður Soffía Níelsdóttir og Valdimar Jóhannsson (allir textar í verkinu eru jafnframt frumsamdir að undanskildu broti úr Hávamálum og Höfuðlausn Egils Skallagrímssonar)
Leikmynd: Brynja Björnsdóttir Búningar: Agniezka Baranowska Ljós og hljóð: Ólafur Pétur Georgsson
Frumsýning er í Kassanum 23. apríl kl. 19.30
Lengd sýningar er 1 klst.