Markmið skólans er að gefa ungu fólki tækifæri til að þroska og þróa aðferðir til að beisla sköpunarkraft sinn og beina honum í listrænan farveg. Áhersla er á sviðslistir í sem víðastri merkingu. Umsóknarfrestur til að sækja um nám á vorönn 2015 er 6. janúar. Einungis er tekið við netumsóknum. Kennsla hefst 13. janúar. Skólinn er fyrir börn í 3. -10. grunnskóla. Skipt verður í hópa eftir reynslu og aldri og er hver hópur einu sinni í viku, í 90 mín í senn. Kennt verður á mánudögum kl. 15:30, 17:00 og 18:30. Önnin telur 12 skipti. Í lok námskeiðanna verður kynning/sýning á þvi sem nemendur hafa verið að vinna að á önninni. Nánari upplýsingar um kennarana, skólann og skráningar má sjá hér. |
Skráningar hafnar í Leiklistarskóla LA
Skráningar eru hafnar í Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar vegna vorannar. Það er einvalalið kennara sem mun starfa við skólann og ásamt hinni reglubundnu kennslu munu nemendurnir kíkja á æfingar á uppsetningu Lísu í Undralandi og vera í návígi við listamennina sem að sýningunni koma. Kennarar verða : Benedikt Karl Gröndal, leikari, Brogan Davison, danshöfundur, Margrét Sverrisdóttir, leikkona, Pétur Ármannsson, leikari og Sólveig Guðmundsdóttir, leikkona.