Þann 10. September nk. hefjast sýningar á leiksýningunni Skepnu á Norðurpólnum, Bygggörðum 5, Seltjarnarnesi. Skepna er kolsvört kómedía eftir kanadísku leikskáldin Daniel MacIvor og Daniel Brooks. Hún fjallar um misfurðulega einstaklinga sem virðast ekki tengjast við fyrstu sýn. Verkið er einleikur og fer Bjartmar Þórðarson með öll hlutverk sýningarinnar. Leikstjórn er í höndum Guðjóns Þorsteins Pálmarssonar og tekur verkið rúman klukkutíma í flutningi.

Óframfærinn unglingur sem er með morð nágrannans á heilanum, óvirkur alki sem öðlast von þegar hann dreymir kvikmyndahandrit, Alli og Nína sem rífast um egglos og svo sögumaðurinn Adam, sem segist ekki vera til. Allar tengjast þessar persónur þó á skuggalegan hátt, sem fær hárin á áhorfendum til að rísa. Hver er þessi skepna? Hvað vill hún? Hver skapaði hana?

Sýningar verða:
Föstudagurinn 10. sept. Kl. 20 – Frumsýning.
Laugardagurinn 18. sept. Kl. 20 – 2. Sýn.
Fimmtudagurinn 23. sept. Kl. 20 – 3. Sýn.

ATH. MJÖG TAKMARKAÐUR SÝNINGARFJÖLDI

Miðasala fer fram í síma 899-6916 og innan tíðar á www.midi.is
Fullt miðaverð er kr. 2000, en kr. 1500 fyrir félagsmenn FÍL., námsmenn, aldraða og öryrkja.

Frekari upplýsingar er að finna inni á www.skepna.blogspot.com

{mos_fb_discuss:2}