Laugardaginn 9. júní var Leiklistarskóli Bandalagsins settur að Húsabakka í Svarfaðardal í ellefta sinn. Nemendur við skólann eru um 40 talsins hjá þremur kennurum, þeim Ágústu Skúladóttur, Agli Heiðari Antoni Pálssyni og Stephen Harper. Stephen þessi kemur frá Bretlandi og á myndinni hér til hægri má sjá grímur sem hann vinnur með í kennslunni. Nemendur eru allir mjög ánægðir með sína kennara og vænta mikils af náminu það sem eftir lifir vikunnar, en skólanum verður slitið á þjóðhátíðardaginn 17. júní.
Að venju voru nýjir nemendur busaðir af þeim eldri með miklum tilþrifum. Til vinstri má líta vaskan flokk eldri nemenda tilbúna til að taka nýliðagreyin í bakaríið og hér til hægri gefur að líta eitt fórnarlambanna.
Tveir nemendur, þau HrundÓlafsdóttir og Ármann Guðmundsson, hafa sótt skólann öll árin og þóttivið hæfi að þau drægu Bandalagsfánann að húni við setninguna (sjá mynd hér neðst).
Fylgist með fréttum af skólastarfinu á spjallinu þar sem umræðuþráður er í gangi eða stofnið nýjan með því að smella á linkinn hér að neðan.
{mos_fb_discuss:3}