Leikgerð Leikfélagins Sýna á japönsku stórmyndinni Sjö samúræjar hefur verið valin til að fara sem fulltrúi Íslands á NEATA-leiklistarhátíðina sem haldin verður í Porvoo í Finnlandi dagana 1.–6. júlí nk. Höfundur leikgerðarinnar er Guðmundur Erlingsson og er hann jafnframt leikstjóri verksins. Hátt í 30 leikarar taka þátt í sýningunni sem er útileiksýning og var sýnd í Elliðaárdal sl. sumar.

Þetta er 8. NEATA-leiklistarhátíðin sem haldin er, síðast var hún haldin í Sønderborg í Danmörku 2012 og þar áður á Akureyri 2010.