Uppselt hefur verið á fyrstu fimmtán sýningar á Sjóræningjaprinsessuna, nýtt íslenskt barna- og fjölskylduleikrit með söngvum sem Leikfélag Selfoss sýnir um þessar mundir. Litlir og stórir, ungir sem gamlir og allt þar á milli hafa skemmt sér konunglega á sýningum og greinilegt að margir efnilegir sjóræningjar leynast í hópi áhorfenda þar sem þeir hafa eftir sýningar líst yfir áhuga á að ganga til liðs við Kaptein Gulltönn og áhöfn hans.

Leikritið verður sýnt verður út aprílmánuð en þeim sem vilja bera sýninguna augun er ráðlagt að tryggja sér miða í tíma þar sem fullt er að verða á þær sýningar sem auglýstar hafa verið. Leikritið er samið og leikstýrt af Ármanni Guðmundssyni, en sönglög og texta samdi Ármann ásamt tveimur félögum sínum úr hljómsveitinni Ljótu hálfvitarnir, þeim Guðmundi Svafarssyni og Sævari Sigurgeirssyni.

{mos_fb_discuss:2}