Sjálfstæðir sviðslistahópar hljóta alls 28 tilnefningar til Grímuverðlaunanna í ár. Eins og undanfarin ár eru sjálfstæðir hópar með flestar tilnefningar í Leikskáld ársins eða 4 af 5. Einnig hljóta sjálfstæðir dansarar og danshöfundar fjölda tilnefninga í ár eða 8 af 11. Sjálfstæðir hópar eru með 4 af 5 tilnefningar í flokknum Barnasýning ársins. Af þeim hópum sem flestar tilnefningar fengu má nefna Shalala sem fékk 5 tilnefningar fyrir verk sitt Við sáum skrímsli, Pars pro toto með 4 tilnefningar og Ég og vinir mínir með 3 fyrir Verði þér að góðu.
Aldrei óstelandi fær tvær tilnefningar í ár fyrir sýninguna á Fjalla Eyvindi en sú sýning er tilnefnd sem sýning ársins. Þrjár sýningar sem sýndar voru í Tjarnarbíó fá tilnefningar en það eru Svikarinn, Súldarsker og Mojito alls 5 tilnefningar. Almenningi gafst kostur á að kjósa Áhorfendasýningu ársins á visir.is í síðustu viku en þar eru tvær sýningar sjálfstæðra hópa tilnefndar. Hægt verður að velja úr þeim fimm sýningum sem tilnefndar eru í símakosningu rétt fyrir Grímuhátíðina sem fram fer í Borgarleikhúsinu 16. júní.
TILNEFNINGAR SJÁLFSTÆÐRA HÓPA TIL GRÍMUNAR 2011
SÝNING ÁRSINS 2011
FJALLA-EYVINDUR
eftir Jóhann Sigurjónsson
Leikstjórn: Marta Nordal
Aldrei óstelandi
Norðurpóllinn
BARNASÝNING ÁRSINS 2011
HVAÐ BÝR Í PÍPUHATTINUM?
eftir Hannes Óla Ágústsson, Ragnheiði Bjarnarson, Sunnu Schram og Ævar Þór Benediktsson
Leikstjórn: Ragnheiður Bjarnarson
Krílið
Útgerðin
GÓI OG ELDFÆRINN
Eftir Guðjón Davíð Karlsson
Byggt á sögu eftir H.C. Andersen
Leikstjórn: Guðjón Davíð Karlsson og Þröstur Leó Gunnarsson
Sviðsetning Baunagrasið í samstarfi við Borgarleikhúsið
GILITRUTT
eftir Bernd Ogrodnik
leikstjórn Benedikt Erlingsson
Fígúra
Brúðuheimar
HERRA POTTUR OG UNGFRÚ LOK
eftir Bohuslav Martinu og Christophe Garda
Þýðing: Hlöðver Ellertsso
Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir
Óperartic í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Þjóðleikhúsið
Harpa og Þjóðleikhúsið
TÓNLIST/HLJÓÐMYND ÁRSINS 2011
Gísli Galdur Þorgeirsson
fyrir tónlist og hljóðmynd í leiksýningunni Verði þér að góðu í sviðssetningu Mín og vina minna í samstarfi við Þjóðleikhúsið
Valdimar Jóhannsson
fyrir tónlist í danssýningunni Við sáum skrímsli í sviðssetningu Shalala í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Þjóðleikhúsið
LEIKMYND ÁRSINS 2011
Brynja Björnsdóttir
fyrir leikmynd í leiksýningunni Súldarskeri í sviðssetningu Soðins sviðs
LÝSING ÁRSINS 2011
Lárus Björnsson
fyrir lýsingu í danssýningunni Við sáum skrímsli í sviðssetningu Shalala í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Þjóðleikhúsið
BÚNINGAR ÁRSINS 2011
Gabríela Friðriksdóttir og Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir
fyrir búninga í danssýningunni Við sáum skrímsli í sviðssetningu Shalala í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Þjóðleikhúsið
LEIKKONA ÁRSINS 2011 Í AÐALHLUTVERKI
Edda Björg Eyjólfsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Fjalla-Eyvindi í sviðssetningu
Aldrei óstelandi og Norðurpólsins
LEIKARI ÁRSINS 2011 Í AÐALHLUTVERKI
Árni Pétur Guðjónsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Svikaranum í sviðssetningu Lab Loka
LEIKSKÁLD ÁRSINS 2011
Árni Pétur Guðjónsson og Rúnar Guðbrandsson
fyrir leikverkið Svikarann í sviðssetningu Lab Loka
Ég og vinir mínir
fyrir leikverkið
Verði þér að góðu í sviðssetningu Mín og vina minna í samstarfi við Þjóðleikhúsið
Jón Atli Jónasson
fyrir leikverkið Mojito í sviðssetningu Tjarnarbíós
Salka Guðmundsdóttir
fyrir leikverkið Súldarsker í sviðssetningu Soðins sviðs
DANSHÖFUNDUR ÁRSINS 2011
Erna Ómarsdóttir
fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Við sáum skrímsli í sviðssetningu Shalala í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Þjóðleikhúsið
Lára Stefánsdóttir í samstarfi við hópinn
fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Bræðrum í sviðssetningu Pars Pro Toto í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Þjóðleikhúsið
Margrét Bjarnadóttir, Saga Sigurðardóttir og hópurin
fyrir kóreógrafíu í leiksýningunni Verði þér að góðu í sviðssetningu Mín og vina minna í samstarfi við Þjóðleikhúsið
Valgerður Rúnarsdóttir og hópurinn
fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Eyjaskeggi í sviðssetningu Reykjavík Dance Festival
DANSARI ÁRSINS 2011
Ásgeir Helgi Magnússon
fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Við sáum skrímsli í sviðssetningu Shalala í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Þjóðleikhúsið
Gunnlaugur Egilsson
fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Bræðrum í sviðssetningu Pars Pro Toto í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Þjóðleikhúsið
Lára Stefánsdóttir
fyrir hlutverk sitt í dansóperunni Svanasöngi í sviðssetningu Íslensku óperunnar og Pars Pro Toto
Tanja Marín Friðjónsdóttir
fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Eyjaskeggi í sviðssetningu Reykjavík Dance Festival
SÖNGVARI ÁRSINS 2011
Ágúst Ólafsson
fyrir hlutverk sitt í dansóperunni Svanasöngi í sviðssetningu Íslensku óperunnar og Pars Pro Toto
Charlotte Bøving
fyrir hlutverk sitt í söngleiknum Þetta er lífið – og om lidt er kaffen klar! í sviðssetningu Opið út
ÁHORFENDAVERÐLAUNIN 2011
GÓI OG ELDFÆRINN
Eftir Guðjón Davíð Karlsson
Byggt á sögu eftir H.C. Andersen
Leikstjórn: Guðjón Davíð Karlsson og Þröstur Leó Gunnarsson
Sviðsetning Baunagrasið í samstarfi við Borgarleikhúsið
HÚSMÓÐIRINN
Eftir Vesturport
Leikstjórn Vesturport
Sviðsetning Vesturport í samstarfi við Borgarleikhúsið
{mos_fb_discuss:3}