Fyrirhugað er að halda 10 daga sirkusskóla með nýsirkustækni fyrir leikara og annað áhugafólk eldri en 18 ára á Seyðisfirði dagana 5. – 14. júlí, ef áhugi er fyrir hendi. Leiðbeinendurnir eru faglærðir sirkus listamenn og kennarar, útskrifuð frá skóla Cirkus Cirkör sem margir kannast við. Þau hafa tekið þátt í fjölmörgum sirkussýningum og kennt nýsirkustækni allt frá Íslandi til Makedóníu og þykja mjög fær á sýnu sviði. Boðið er upp á einstaklingsmiðað nám miðað við reynslu og áhuga hvers og eins. Fyrirhugað er að halda 10 daga sirkusskóla með nýsirkustækni fyrir leikara og annað áhugafólk eldri en 18 ára á Seyðisfirði dagana 5. – 14. júlí, ef áhugi er fyrir hendi. Leiðbeinendurnir eru faglærðir sirkus listamenn og kennarar, útskrifuð frá skóla Cirkus Cirkör sem margir kannast við. Þau hafa tekið þátt í fjölmörgum sirkussýningum og kennt nýsirkustækni allt frá Íslandi til Makedóníu og þykja mjög fær á sýnu sviði. Boðið er upp á einstaklingsmiðað nám miðað við reynslu og áhuga hvers og eins.
Nýsirkustæknin felur í sér mikla hreyfingu og fimleikatækni (movement and acrobatic tool) sem eykur og víkkar færni leikarans, hluti af nýsirkustækninni var notaður við uppsetningu Vesturportsins á Rómeó og Júlíu hér á landi eins og frægt er orðið, en hún felur mun meira í sér en loftfimleika þó að þeir séu stór þáttur í viðfangsefninu.
Af óviðráðanegum ástæðum er eingöngu hægt að bjóða upp á gistingu í svefnpokaplássi í Seyðisfjarðarskóla með aðgang að eldhúsi, en til að halda kostnaði niðri þurfa nemendur að vera á eigin vegum hvað fæði varðar, veitingasölur eru þó tilbúnar að semja um afslátt ef óskað er.
Kostnaður fyrir 10 daga námskeið fer aldrei yfir 20.000,- (innifalið námskeið og svefnpokapláss með aðgang að eldhúsi). Vinsamlegast hafið samband sem fyrst ef áhugi er á að taka þátt í námskeiði sem ekki býðst á hverjum degi. Hægt er að skrá sig hjá Snorra Emilssyni (sími: 470 2308, veffang: snorri@sfk.is) og Aðalheiði Borgþórsdóttur (veffang: lunga@lunga.is)