Nú um helgina verða síðustu sýningar á uppsetningu Leikfélagsins Sýna á Tristram og Ísönd í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Sýnt verður föstudaginn 16., laugardaginn 17. og sunnudaginn 18. september og hefjast allar sýningar kl. 20. Ekki verða fleiri sýningar þar sem einn leikaranna heldur erlendis í leiklistarnám. Leikstjóri er Ármann Guðmundsson en hann semur einnig leikgerðina ásamt Guðrúnu Sóley Sigurðardóttur.
Sagan af Tristram og Ísönd er ein þekkasta ástarsaga miðalda en hún segir frá riddaranum Tristram, systursyni Markis Englandskonungs, sem fengið er það verkefni að vinna ástir Ísöndar Írlandsprinsessu fyrir hönd frænda síns. Ekki vill þó betur til en svo að Tristram og Ísönd fella hugi saman og forboðið ástarsamband þeirra hefst, þrátt fyrir að Ísönd giftist Markis. Öfl innan hirðarinnar sitja að svikráðum og sjá sér leik á borði að notfæra sér ástandið sér til framdráttar.
MIÐASALA ER Á midi.is
Miðasala Gaflaraleikhússins er opin virka daga frá 16.00 til 18.00 sími miðasölu er 565-5900 og sími í hópasölu er 860-7481
Einnig er hægt að panta miða í midasala@gaflaraleikhusid.
{mos_fb_discuss:2}