Leikritið gerist um borð í farþegaskipi á leið til Íslands á millistríðsárunum. Um borð er ung kona, Tina Larsen að nafni, en hún er á leið til landsins eftir að hafa dvalið langdvölum í Kaupmannahöfn. Á leiðinni kynnist Tina samferðamönnum sínum sem sumir hverjir hafa ýmislegt að fela. Tónlistin spilar stórt hlutverk við að skapa réttu stemninguna, en inn í leikritið fléttast saga um sæmd, fátækt ogríkidæmi. Áfengisbann ríkti á Íslandi á þessum árum og nýta farþegar sér það óspart að geta fengið sér í glas óáreittir.
Að uppfærslunni koma ellefu leikarar auk leikstjórans Halldóru Björnsdóttur auk þess sem fjöldi fólks starfar bak við tjöldin við hin ýmsu störf.
{mos_fb_discuss:2}