Nú fer sýningum að ljúka á uppsetningu Leikfélags Selfoss á leiksýningunni Birtíngi sem byggð er á samnefndri sögu eftir franska heimspekinginn Voltaire, í snilldarlegri þýðingu Halldórs Laxness. Aðeins eru 4 sýningar eftir svo nú fer hver að verða síðastur að sjá þessa marglofuðu sýningu. Sýningunni hlotnaðist sá heiður að vera valinn af valnefnd á NEATA-hátíðina á Akureyri 10. – 15 ágúst 2010. NEATA stendur fyrir Norður-Evrópska áhugaleikhúsráðið og að þeim standa öll Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin. Alls verða 12 sýningar á hátíðinni frá 10 löndum, 3 frá Íslandi.

Sagan er í senn þroskasaga hins unga Birtíngs en um leið samfélagsádeila síns tíma, sérstaklega á mannlegt eðli sem hefur lítið breyst til okkar tíma. Sagan á um þessar mundir 250 ára afmæli auk þess sem 65 ár eru frá útgáfu sögunnar á Íslandi. Uppsetningin á Birtíngi var mjög krefjandi verkefni enda voru saumaðir 76 búningar, unnar 20 hárkollur á þá 15 leikara sem leika öll 76 hlutverkin, auk 5 sviðsmanna.

Síðustu sýningar:
Sunnudagur – 11. apríl kl. 20.00
Fimmtudagur – 15. apríl kl. 20.00
Föstudagur – 16. apríl kl. 20.30
Laugardagur – 17. apríl kl. 17.00  –  Uppselt

Miðapantanir í S: 4822787 og leikfelagselfoss@gmail.com    

{mos_fb_discuss:2}