Hinn geysivinsæli gamanleikur 39 þrep hjá Leikfélagi Akureyrar hefur nú verið sýndur fyrir fullu húsi frá því í janúar. Í þessum nýstárlega og sprenghlægilega spennu-gamanleik takast fjórir hugrakkir leikarar á við 139 hlutverk, í einhverjum hröðustu, mest spennandi og fyndnustu 100 mínútum sem sést hafa á leiksviði. 39 þrep hlaut hin virtu Olivier verðlaun sem besta gamanleikritið árið 2007 og tvenn Tony verðlaun árið 2008.

Leikstjóri er María Sigurðardóttir og þau Atli Þór Albertsson, Björn Ingi Hilmarsson, Jóhann G. Jóhannsson og Þrúður Vilhjálmsdóttir fara á kostum í hlutverkum sínum.

Síðustu sýningar eru 16. og 17. apríl. Enn eru örfáir miðar óseldir svo það er um að gera að tryggja sér miða á þessa stórskemmtilegu sýningu. Hægt er að kaupa miða í síma 4 600 200 eða á www.leikfelag.is

{mos_fb_discuss:2}