DRAP HANN MANN EÐA DRAP HANN EKKI MANN?

Meðlimir leikhópsins Kriðpleirs hafa haft í bígerð nýja heimildarmynd um Jón Hreggviðsson sem var dæmdur fyrir böðulsmorð fyrir 330 árum. Þeir eiga ýmisskonar efni í handraðanum og geta ekki beðið eftir að kynna það fyrir áhorfendum. Þess vegna er orðinn til gamanleikurinn SÍÐBÚIN RANNSÓKN, bíó, leiksýning og einskonar endurupptaka á máli Jóns Hreggviðssonar.

Verkið var sýnt við glimrandi undirtektir í Tjarnarbíó í byrjun árs og snýr hér aftur sökum mikillar eftirspurnar.

Sýningar verða:
Þriðjudaginn 12. maí, kl. 20:00
Föstudaginn 15. maí, kl. 20:00

„Síðbúin rannsókn“ er þriðja leiksýningin sem leikhópurinn Kriðpleir setur upp. Fyrri sý́ningar hópsins eru „Tiny Guy“ sem sýnd var í Háskóla Íslands, Mengi og á stóra sviði Borgarleikhússins og „Blokkin“ sem sett var upp í 48 fm. íbúð Friðgeirs Einarssonar við Háaleitisbraut.

Kriðpleir leikhópur: SÍÐBÚIN RANNSÓKN (2014)
Texti: Bjarni Jónsson
Á sviði: Ragnar Ísleifur Bragason, Friðgeir Einarsson og Árni Vilhjálmsson
Umgjörð: Tinna Ottesen
Myndvinnsla: Janus Bragi Jakobsson
Tónlist: Árni Vilhjálmsson (+ sígilt stöff)
Leikstjórn: Friðgeir Einarsson og Bjarni Jónsson
Framleiðandi: Kriðpleir

Lengd 85 mínútur
Miðaverð: 2500.-

Frekari upplýsingar:
www.kridpleir.com