Nú er Gosi loksins kominn úr sumarfríi og aftur á fjalir Borgarleikhússins. Sýningin vakti mikla lukku á síðasta vetri og meira en 25 þúsund gestir hrifust með ævintýrum Gosa, Tuma engisprettu og allra hinna. Það vakti einnig mikla lukku sýningargesta að hitta hetjur sýningarinnar í forsal að sýningu lokinni. Miðasala er í fullum gangi í miðasölu Borgarleikhússins og á vefsíðunni borgarleikhus.is. Þess má geta að María Ólafsdóttir hreppti Grímuverðlaunin fyrir frábæra búningahönnuun fyrir leikverkið á verðlaunahátíðinni síðastliðið vor.

Gosi er falleg, einlæg og fjörleg fjölskyldusýning með frábærri tónlist eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson og eru sönglögin úr leikritinu þegar orðin sígild meðal krakka. Ríflega 25 þúsund leikhúsgestir hrifust með ævintýrum Gosa, Jakobs og Tuma engisprettu á síðasta leikári. Vegna mikilla vinsælda verður sýningum haldið áfram í haust en þeim vakin er athygli á því að einungis er sýnt fram í október.

Höfundur: Carlo Collodi
Leikstjóri: Selma Björnsdóttir
Leikmynd: Vytautas Narbutas
Tónlistastjóri: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
Búningar: María Ólafsdóttir
Tónlist: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
Leikgerð: Karl Ágúst Úlfsson
Dans: Guðfinna Björnsdóttir og Birna Björnsdóttir
Sýningarstjórn: Ingibjörg E. Bjarnadóttir
Leikarar: Aðalbjörg Árnadóttir, Davíð Guðbrandsson, Halldór Gylfason, Jóhann Sigurðarson Kristjana Skúladóttir, Magnús Jónsson, Theodór Júlíusson, Sverrir Þór Sverrisson, Víðir Guðmundsson og fleiri.

{mos_fb_discuss:2}