Leikfélag Hörgdæla hefur hafið æfingar á farsanum Sex í sveit eftir Marc Camelotti. Leikstjóri er Hörður Sigurðarson og er frumsýning áætluð 1. mars. Sex leikarar taka þátt í uppsetningunni.
Eiginkonan Þórunn er óvænt í bústaðnum þegar eiginmaðurinn Benedikt á von á viðhaldinu yfir helgina og hann fær besta vininn Ragnar til að þykjast vera kærasti hennar til bjarga málum. Leikurinn æsist þegar Ragnar tekur feil á kærustunni Sóley og kokknum Sólveigu sem var ráðin til matseldar yfir helgina.
Framhjáhald, misskilningur, afbrýðisemi og ísmolar ráða ríkjum í farsa eins og þeir gerast bestir. Sex í sveit er sívinsæll farsi í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar og hefur verið sýndur víða um land undanfarin ár.