Hrafnhildur Hagalín er eitt af fremstu leikskáldum landsins. Hún hlaut leikskáldaverðlaun Norðurlanda árið 1992 fyrir leikrit sitt Ég er meistarinn ásamt þvi að hljóta Norrænu Útvarps- leikhúsverðlaunin og Grímuna 2013 fyrir útvarpsverkið Opið hús. Önnur leikrit Hrafnhildar eru: Hægan Elektra (Þjóðleikhús 2000), Norður (Þjóðleikhús 2004), leikþáttaröðin Einfarar (Útvarpsleikhúsið 2009), Herbergi 408 (Herbergi 408 2010) og Jöklar (Herbergi 408 2012).
Leikstjórinn, Ingibjörg Huld Haraldsdóttir, útskrifaðist vorið 2011 úr Fræði og framkvæmd við Listaháskóla Íslands. Hún steig sín fyrstu skref sem leikstjóri í útskriftarverkefni sínu Kamelljón fjárhirðisins eftir Eugene Ionesco og setti einnig upp Ég er vindurinn eftir Jon Fosse í Þjóðleikhúskjallaranum 2012. Hún leikstýrir nú í fyrsta sinn hjá Leikfélagi Akureyrar.
Leikarar: Aðalbjörg Árnadóttir, Hannes Óli Ágústsson, Hilmir Jensson,
Þráinn Karlsson, Embla Björk Jónsdóttir og Særún Elma Jakobsdóttir.
Leikmynd og búningar: Stella Önnudóttir Sigurgeirsdóttir.
Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason.
Tónlist: Þorvaldur Örn Davíðsson, nemandi í tónsmíðadeild Listaháskóla Íslands.