Samtal við leikhús er málfundaröð til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur þar sem atvinnuleikhúsfólk og fræðimenn koma saman og ræða uppsetningar á leikverkum sem eru í sýningu hjá leikhúsunum.
Viðburðurinn er að þessu sinni tileinkaður Jónsmessunæturdraumi eftir breska leikskáldið William Shakespeare sem nú er verið að sýna í Þjóðleikhúsinu.
Hvaða erindi á verkið við okkur í dag?
Hvernig nálgast leikstjóri uppsetningu verksins?
Hvernig vinnur þýðandinn úr textanum?
Þessum spurningum og fleirum verður velt upp í Veröld þann 8. apríl.
Í pallborði verða Hilmar Jónsson leikstjóri, Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona, Eva Signý Berger leikmyndahöfundur og Þórarinn Eldjárn þýðandi.
Ingibjörg Þórisdóttir dramatúrgur og doktorsnemi stýrir umræðum.
Öll velkomin og aðgangur ókeypis. Nánar um viðburðinn.