Leiklistarskóli Bandalags íslenskra leikfélaga auglýsir:

Umsóknarfrestur á námskeiðið Samþætting tækni í leikhúsinu hefur verið framlengdur til 4. maí

Með sífelldri þróun tölvutækninnar hafa orðið til leiðir og forrit sem gera manni kleift að flétta saman hljóð, ljós og myndband í eina heild og jafnvel nýja hluti með s.s. gagnvirka tækni. Þetta kallar á yfirsýn allra tækniþátta og auðvitað heildsteypta sýn á verkefnið. Með því að nýta sér þessa tækni, má búa til sýningar sem eru miklu flóknari og nákvæmari en ella og framkvæma galdra sem næstum væru óhugsandi ella.
Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur fái innsýn í heim tæknisamþættingar eða ShowControl og geti eftir það notað tölvubúnað til samkeyrslu ljósa, hljóðs og myndbands.
Kennsla er í formi fyrirlestra, sýnikennslu, umræðna og verklegra æfinga. Kennari er Egill Ingibergsson.

Samþætting tækni í leikhúsinu
Kennari: Egill Ingibergsson
Þátttökugjald: kr. 45.000
Tími: 27. maí til 1. júní 2009
Staður: Sölvhólsgata 13, 101 Reykjavík
Skráning stendur til 4. maí

Egill Ingibergsson, leikmynda- og ljósahöfundur er tæknistjóri leiklistardeildar Listaháskóla Íslands og formaður Félags leikmynda- og búningahöfunda.
Egill varð stúdent frá Flensborgarskóla 1980, stundaði nám í mannfræði við Háskóli Íslands,1983 – 1985 og í rafeindavirkjun við Iðnskóla Hafnarfjarðar/Iðnskóla Reykjarvíkur 1987 – 1989.
Egill hefur lýst ótölulegan fjölda leiksýninga frá árinu 1983 til dagsins í dag, bæði hjá atvinnu- og áhugaleikhúsum. Einnig hefur hann gert myndbandsverk, hannað hljóð, leikmyndir og búninga fyrir fjölda leiksýninga.
Egill fékk Grímuna fyrir lýsingu ársins 2004, sýningin var Meistarinn og Margaríta í uppsetningu Hafnarfjarðarleikhússins. Einnig fékk hann tilnefningu til Grímunnar 2006 fyrir lýsingu ársins fyrir sýninguna Forðist okkur í uppsetningu Nemendaleikhúsissins.

Námskeiðið er ætlað lengra komnum í tæknivinnu við leikhús. Nauðsynlegt er að þátttakendur búi yfir góðri grunnþekkingu á tækni og tölvum. Æskilegt er að nemendur hafi þokkalega kunnáttu á ETC Express ljósaborð, skilji hvernig hljóðkerfi eru uppbyggð og hafi einhverja innsýn í vinnu með myndbönd. Námskeiðið ætti þannig að nýtast jafnt hljóð- og ljósamönnum.

Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur fái innsýn í heim tæknisamþættingar eða ShowControl og geti eftir það notað tölvubúnað til samkeyrslu ljósa, hljóðs og myndbands.
Einnig verður farið lítillega í notkun skynjara sem áhrifaþátt í keyrslu kjúa.

Með sífelldri þróun tölvutækninnar hafa orðið til leiðir og forrit sem gera manni kleift að flétta saman hljóð, ljós og myndband í eina heild og jafnvel nýja hluti með s.s. gagnvirka tækni. Þetta kallar á yfirsýn allra tækniþátta og auðvitað heildsteypta sýn á verkefnið. Með því að nýta sér þessa tækni, má búa til sýningar sem eru miklu flóknari og nákvæmari en ella og framkvæma galdra sem næstum væru óhugsandi ella.
Kennsla er í formi fyrirlestra, sýnikennslu, umræðna og verklegra æfinga.

Notast verður við eftirfarandi hugbúnað við kennsluna:
Qlab frá Figure53 – SFX frá Stage Research – Max/MSP og Jitter frá Cycling74, Adobe Photoshop – Motion frá Apple – Audacity o.fl.

Vinsamlegast srkáið ykkur á netfangið info@leiklist.is