Nú er komið að frumsýningu á nýju leikverki hjá Leikfélagi Dalvíkur. Yfirheiti verksins er Sambúðarverkir, en verkið samanstendur af fimm einþáttungum sem allir eru skrifaðir af leikskáldum úr Dalvíkurbyggð. Þættirnir eiga það sameiginlegt að þeir gerast í raðhúsi og það á einum og sama deginum.

Höfundar einþáttunganna eru sex: Lovísa María Sigurgeirsdóttir, Freyr Antonsson, Júlíus Júlíusson, Ingibjörg Hjartardóttir, Arnar Símonarson og Sólveig Rögnvaldsdóttir. Leikstjóri er Saga Jónsdóttir. Þórarinn Blöndal hannar leikmynd og Pétur Skarphéðinsson lýsingu. Leikendur eru 17 talsins og margir koma fram í fleiru en einu hlutverki.
Leikfélag Dalvíkur er menningarfélag sem hefur það að markmiði að iðka og efla almenna leikstarfsemi í heimabyggð. Félagið á sér langa og merkilega sögu, en það var stofnað í janúar árið 1944. Í gegnum árin þau öll hefur LD staðið fyrir uppsetningu á fjölbreyttri flóru leikverka, hádramatík, glens og gaman, barnaævintýri, unglingaleikrit, samantekt á verkum eftir ákveðna höfunda, söngur eða kabarettuppfærsla þar sem létt grín er gert að atburðum líðandi stundar….allt er þetta eitthvað sem ratað hefur á fjalirnar í Ungó í gegnum tíðina. Þá hefur líka verið leitað fanga bæði í smiðju erlendra höfunda sem og íslenskra og þess eru dæmi að starfandi stjórnir félagsins hafa leitað oftar en einu sinni til heimamanna varðandi skrif á leikverkum eða uppsetningu. Stefnt er að því að setja upp tvo verk á ári í framtíðinni, á vegum LD, ef til þess fæst fjármagn og fólk til að vinna að uppsetningu.

sambudarverkir.pngSýningar

17. nóv. Föstudagur Kl. 20.30 Frumsýning
18. nóv. Laugardagur Kl. 20.30 2. sýning
19. nóv. Sunnudagur Kl. 20.30 3. sýning

23. nóv. Fimmtudagur Kl. 20.30 4. sýning
24. nóv. Föstudagur Kl. 20.30 5. sýning
26. nóv. Sunnudagur Kl. 20.30 6. sýning

1. des. Föstudagur Kl. 20.30 7. sýning
2. des. Laugardagur Kl. 20.30 8. sýning
3. des. Sunnudagur Kl. 20.30 9. sýning

—————————————————————————————————

Miðaverð er kr. 2.400.-
Ef um 10 manna hópa (eða fleiri) er að ræða er miðaverð kr. 1.900.-
Eldri borgarar greiða kr. 1.900.-