Halaleikhópurinn sem er áhugamannaleikfélag fatlaðra og ófatlaðra mun setja á svið “Söguna af Joey og Clark” sem er hluti úr leikritinu „Stræti” eftir Jim Cartwright í leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar. Sagan af Joey og Clark er sýnt sem sjálfstætt stuttverk (ca 50 mín) og mun ekki verða sýnt sem hluti af Stræti þegar það verður frumsýnt í lok janúar 2016. Sagan fjallar um ástir samkynhneigðra ungra manna, þunglyndi og vonleysi, ásamt leit þeirra að lausn í hverfulum heimi og örlög þeirra á tímum kreppu og atvinnuleysis. Sýnt verður 4, 5 og 13 desember kl 20:00 alla dagana í Hátúni 12, 105 Reykjavík. Miðasala í síma 897 5007 og í miði@halaleikhopurinn.is Nánari upplýsingar á www.halaleikhopurinn.is Takmarkaður sýningafjöldi
Leikritið Stræti eftir Jim Cartwright í leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar verður svo frumsýnt í lok janúar 2016. Leikritið gerist á einu kvöldi á tímum kreppu og atvinnuleysis. Þetta kvöld kynnumst við íbúum við strætið og sögum þeirra. Fátækt, örlög og lífið sem speglast í þessum persónum á erfiðum tímum er sannfærandi átakasaga með kómísku ívafi. Allir íbúar þessa strætis eru að undirbúa sig þetta kvöld til að fara á krána að skemmta sér. Orðfæri persónanna getur verið gróft og er ekki fyrir viðkvæma.