Leiksýningin Rúi og Stúi sem frumsýnd var hjá Leikfélagi Kópavogs síðastliðið vor verður tekin upp að nýju nú um helgina. Áætlaðar eru níu sýningar fyrsta kastið. Nýmæli er að kynning og sala sýningarinnar er í samstarfi við Kópavogsdeild Rauða krossins. Þriðjungur af miðaverði mun renna til Barna- og ungmennastarfs Rauða krossins. Á móti mun Kópavogsdeildin nýta tengsla- og sjálboðaliðanet sitt til að kynna sýninguna.

Rúi og Stúi fjallar sérkennilega uppfinningamenn sem hafa fundið upp vél sem getur búið til eða lagað hvað sem er. Bæjarbúar eru afar ánægðir með vélina eins og gefur að skilja en blikur eru á lofti þegar vélin bilar og bæjarstjórinn hverfur. Samtímis fer skuggalegur karakter á kreik í bænum og undarlegustu hlutir fara að hverfa úr fórum bæjarbúa. Höfundar eru Skúli Rúnar Hilmarsson og Örn Alexandersson. Sex leikarar taka þátt í sýningunni sem er í leikstjórn Harðar Sigurðarsonar. Aðstoðarleikstjóri og allsherjarreddari er Sigrún Tryggvadóttir, Bergrún Íris Sævarsdóttir sér um leikmynd og lýsingu annast Arnar Ingvarsson og Skúli Rúnar Hilmarsson. Fjölmargir aðrir hafa einnig lagt hönd á plóg til að gera sýninguna sem best úr garði.

Breyting hefur orðið á hlutverkaskipan sýningarinnar þar sem Sveinn Óskar Ásbjörnssons sem lék Bæjarstjóra og Prófessor er horfinn utan til náms. Í hans stað kemur gamalreyndur félagi, Guðmundur L. Þorvaldsson. Miðaverð er 1.500 kr. Miðapantanir eru í síma 554 1985 eða netfangið midasala@kopleik.is .

Sýningar verða sem hér segir:
Sun. 18/10 kl. 14.00
Lau. 24/10 kl. 14.00
Sun. 25/10 kl. 14.00
Lau. 31/10 kl. 14.00
Sun. 1/11 kl. 14.00
Lau. 14/11 kl. 14.00
Sun. 15/11 kl. 14.00
Lau. 21/11 kl. 14.00
Sun. 22/11 kl. 14.00

{mos_fb_discuss:2}