Þýski leikhópurinn Das Letzte Kleinod (Síðasti fjársjóðurinn) hefur á undanförnum mánuðum unnið að verki sem byggir á heimildum um Þorskastríðið sem háð var á Íslandsmiðum árið 1977. Verkið verður sett upp og sýnt í vinabæjunum Cuxhaven í Þýskalandi og í Hafnarfirði.
Allt frá lokum 19. aldar nýttu þýskir sjómenn sér fiskimið í kringum Ísland, þrátt fyrir vond veður og lífshættulegar aðstæður. Til að vernda gjöful miðin næst landi gegn ofveiði erlendra aðila réðst hið unga lýðveldi Ísland til aðgerða árið 1977 og gerði tilkall til íslenskrar lögsögu yfir fiskimiðunum. Þessar aðgerðir Íslendinga komu af stað alþjóðlegu stríði.
Á síðasta ári ferðaðist Jens Siemssen leikstjóri og höfundur verksins, til Íslands og Cuxhaven og ræddi við fyrrum sjómenn, skipstjóra og hafnarverði. Viðtölin eru uppistaða verksins sem síðan hefur verið þróast áfram í höndum þýskra og íslenskra leikara. Umgjörð verksins í fyrrum netaverksmiðju í Cuxhaven og í húsi Fiskmarkaðarins í Hafnarfirði gerir sögurnar enn áþreyfanlegri.
Das Letzte Kleinod hafa frá stofnun leikhópsins 1991, sett upp verk um sannsögulega atburðum sem byggja á viðtölum við sjónarvotta.
Sýningar Das Letzte Kleinod verða í Fiskmarkaðinum í Hafnarfirði, Fornubúðum 3 verða:
Föstudaginn 27. apríl kl.20:00
Laugardaginn 28. apríl kl. 20:00
Sunnudaginn 29. apríl kl 20:00
Þar sem Fiskmarkaðurinn er ekki upphitaður er leikhúsgestum bent á að vera vel klæddir og taka með sér teppi. Sýningin fer fram á þýsku, íslensku og ensku.
Höfundur og leikstjóri: Jens-Erwin Siemssen
Dramatúrg: Juliane Lessen
Leikarar: Bryndís Bragadóttir
Ludmilla Euler
Simon Henderson
Nikolas Knauf
Insina Lüschen
Andreas Mayer
Birgit Wieger
Miðapantanir og upplýsingar hjá axid@simnet.is sími 846 1351 eða á produktion@das-letzte-kleinod.de
Nánari upplýsingar um leikhópinn má finna á www.das-letzte-kleinod.de
{mos_fb_discuss:2}