Sagan er eftir Astrid Lindgren, þýðandi er Þorleifur Hauksson og tónlist er eftir ýmsa aðila og einnig frumsamin. Leikstjóri er Agnes Wild, tónlistarstjóri er Sigrún Harðardóttir, leikmynd og búninga sér Eva Björg Harðardóttir um. Sagan af Ronju Ræningjadóttur gerist í Matthíasarskógi þar sem ræningjaforinginn Matthías faðir Ronju ræður ríkjum.
Ægileg elding klífur Matthíasarkastalann í tvennt nóttina sem Ronja fæðist og Helvítisgjáin verður til. Ronja er augasteinn og eftirlæti foreldra sinna og ræningjaflokksins. Þegar hún vex úr grasi áttar hún sig á því að faðir hennar, sem hún elskar mest af öllum, er ekki óskeikull. Ógn steðjar að ríki Mattíasar þegar Borki erkifjandi hans flytur inn í kastalarústirnar hinu megin við Helvítisgjána ásamt ræningjaflokknum sínum. Það verður til þess að Ronja hittir Birki son Borka og með þeim tekst djúp vinátta í óþökk foreldra þeirra. Matthías afneitar dóttur sinni og Birkir og Ronja flýja út í Matthíasarskóg. Skógurinn er fullur af ævintýrum, rassaálfum og öðrum furðuverum en líka hættum sem Ronja og Birkir verða að vinna bug á.
Sagan af Ronju Ræningjadóttur er saga um vináttu og hugrekki en þó fyrst og fremst kærleika.
Miðasala í síma: 566-7788.
Miðaverð er 2.500 kr.
Hóptilboð! 10 miðar eða fleiri á 2.000 kr. stykkið.
Sýningin eru rúmar 2 klst með hléi.
Sýningartímar eru eftirfarandi:
Laugardagur 4. okt kl 14:00 – uppselt
Sunnudagur 5. okt kl 16:00 – uppselt
Sunnudagur 12. okt kl 16:00
Sunnudagur 19. okt kl 16:00
Sunnudagur 26. okt kl 16:00
Sunnudagur 2. nóv kl 16:00
Sunnudagur 9. nóv kl 16:00
Sunnudagur 16. nóv kl 16:00
Sunnudagur 23. nóv kl 16:00
Sunnudagur 30. nóv kl 16:00
Sunnudagur 7. des kl 16:00